Stutt í prófin

Enn hvað tíminn er fljótur að líða. Nú er bara vika í fyrra prófið af tveimur sem ég á eftir. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið duglegur og eiginlega verið duglegri við heimilisstörfin.
En auðvitað reddast þetta eins og alltaf. Ég er mátulega stressaður fyrir þetta. Ef maður er ekkert stressaður þá er eitthvað að :)
Þessi önn hefur verið svona "survey semester" eins og bretinn kallar það. Þetta þýðir að við erum búin að fara svona nokkuð hratt yfir mjög marga hluti, en að sama skapi kannski ekki kafað djúpt í hlutina. Á þessari önn hef ég verið í rekstrarfræði, markaðsfræði, samskiptafræði (communication theory), skipulag og stjórnun, forritun, meiri samskiptafræðum (IT in communication) og svo loks í fagi sem heitir Teamwork og fjallar um hópavinnu frá öllum hliðum. Nokkuð vítt svið á einni önn satt að segja. Næsta önn verður öðruvísi og kafað dýpra í hlutina. Þannig að fyrsta önnin er undirbúningsönn fyrir það sem koma skal.

Sólrún er núna búin að setja inn myndir á heimasíðuna okkar www.arnarthor.com/myndir og nú ætti þetta að vera nokkuð reglulegt héðan í frá. Ég mun svo taka forsíðuna í gegn fljótlega (þar með er það skjalfest).

jæja, bið að heilsa í bili.

Arnar Thor

Ummæli

Sara sagði…
Það er nú ótrúlegt hvað heimilisstörfin verða skemmtileg samanborið við lesturinn ;o)

Vinsælar færslur